INGA STEINUNN HENNINGSDÓTTIR
SVIÐSHÖFUNDUR
Sviðsverkið GMT er rannsókn á ferlinu við það að gera sig til. Skammstöfunin GMT stendur fyrir Gera Mig Til og er skammstöfunin vinsæl meðal kvenna og þá sérstaklega unglingsstelpna sem senda gjarnan á hvor aðra: gmt? og bjóða þar með hvor annarri í ritúal, viðburðinn á undan viðburðinum. Hópurinn skoðar mismunandi vinkla á stelpumenningu og spyr hvort hún geti verið valdeflandi eða kúgandi eða bæði í senn. 

Hópurinn samanstendur af Önnu Róshildi, Bjarteyju Elínu, Björgu Steinunni og Ingu Steinunni. 
Gjörningur var fluttur á Reyðarfirði árið 2022 sem hluti af hátíðinni Innsævi og verkið fékk nýlega styrk frá Kópavogsbæ til þess að halda áfram með verkefnið. 

Myndir: Hrafnhildur Anna

email: ingash99@gmail.com
símanúmer: 7766360